Dís Smáhýsi
Dís smáhýsin eru á friðsælum stað við utanverðan Grundarfjörð á Snæfellsnesi. Þaðan er gott útsýni yfir Breiðafjörð og fögur fjallasýn en Kirkjufellið blasir við handan fjarðarins. Húsin eru glæný með stílhreinum innréttingum og öllum helstu þægindum.
Af hverju að velja Dís smáhýsi?
Friðsælt og fallegt
Dís smáhýsin eru tilvalin fyrir þá sem vilja slaka á og njóta náttúrunnar. Umhverfið er fallegt, staðurinn er utan alfaraleiðar og þar er því rólegt þó að stutt sé í þjónustu bæði í Grundarfirði og Stykkishólmi.
Frábær staðsetning
Dís smáhýsin standa á friðsælum og fallegum stað og liggja vel við skoðunarferðum um Snæfellsnes.
Nútímaþægindi
Dís smáhýsin eru nútímaleg og þægileg, með stórum gluggum og góðri verönd. Þaðan er víðsýnt og gestir eru í mikilli nálægð við náttúruna. Í hverju húsi eru uppbúin rúm, gott baðherbergi og eldunaraðstaða.
Smáhýsin
Húsin standa tvö og tvö saman. Hvert hús hefur sérinngang og eigin verönd með húsgögnum. Gluggarnir eru stórir svo húsin eru björt og útsýni mikið. Í hverju húsi er uppbúið tvíbreitt rúm, setkrókur með hægindastólum og eldhúskrókur með litlum ísskáp, rafmagnskatli, kaffivél og brauðrist auk örbylgjuofns og lítillar hellu. Í skápum eru nauðsynlegustu eldhúsáhöld. Baðherbergið er með góðri sturtu. Handklæði, hárþurrka og hreinlætisvörur fylgja.
Tvö húsanna eru örlítið stærri en hin. Í þeim er sami búnaður og í hinum en eldhúskrókurinn er stærri og þar er tvíbreiður svefnsófi þannig að þau geta rúmað allt að fjóra gesti.
Jason Miller
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Andrea Flow
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Jack Cold
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Tom Pattr
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Tom Pattr
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Jack Cold
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Jason Miller
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Andrea Flow
Donec sollicitudin molestie malesuada. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Cras ultricies ligula sed magna dictum porta.
Nútímaleg
Húsin voru reist árið 2017. Þau eru nútímaleg og innréttuð á einfaldan og smekklegan hátt.
Stórbrotið útsýni
Frá húsunum er gott útsýn yfir Breiðafjörð og yfir á Kirkjufell og fjöllin ofan við þorpið í Grundarfirði.
Rúmgóð
Flest húsin eru 25 fermetrar með svefnplássi fyrir tvo. Tvö hús eru stærri, 30 fermetrar, og þar er svefnpláss fyrir fjóra.
Í hnotskurn
Í hnotskurn
Rúmgóð
Flest húsin eru 25 fermetrar með svefnplássi fyrir tvo. Tvö hús eru stærri, 30 fermetrar, og þar er svefnpláss fyrir fjóra.
Stórbrotið útsýni
Frá húsunum er gott útsýn yfir Breiðafjörð og yfir á Kirkjufell og fjöllin ofan við þorpið í Grundarfirði.
Nútímaleg
Húsin voru reist árið 2017. Þau eru nútímaleg og innréttuð á einfaldan og smekklegan hátt.
Dís smáhýsin eru á Þórdísarstöðum
Þórdísarstaðir eru á norðanverðu Snæfellsnesi. Þeir standa í hlíð vestan undir Eyrarfjalli, þaðan er mikið og fallegt útsýni og Kirkjufellið blasir við handan Grundarfjarðar. Bærinn er nefndur eftir Þórdísi Súrsdóttur, systur Gísla Súrssonar.
Enginn búskapur er nú stundaður á Þórdísarstöðum.
Nánasta umhverfi
Það tekur aðeins 5-10 mínutur að aka til Grundarfjarðar. Þar eru veitingastaðir, kaupfélag, sundlaug og ýmis ferðaþjónusta. Hálftíma akstur er austur í Stykkishólm, en þaðan gengur ferjan Baldur til Flateyjar og Vestfjarða. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á utanverður nesinu og þangað er um hálftíma akstur í vestur frá Þórdísarstöðum.
Staðsetning
Dís smáhýsin eru á Þórdísarstöðum, í nágrenni Grundarfjarðar. Staðsetningin er hentug fyrir ferðalög um Snæfellsnes og Vesturland. Falleg náttúra, stórfenglegt landslag og ótal tækifæri til útivistar og ævintýra er að finna í grenndinni.
Akstursleiðbeiningar að Dís smáhýsum
Vinsamlegast fylgið eftirfarandi leiðbeiningum að Dís smáhýsum. Munið að taka vinstri-beygjuna á gatnarmótum við veg 576.
Hafa samband
Ekki hika við að hafa sambad ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi Dís smáhýsin.
Netfang
discottages@discottages.is
Símanúmer
892 7746
Heimilisfang
Þórdísarstaðir, 350 Grundarfjörður